Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022

Höfundar

Heiða Eiríksdóttir

Sólveig Pálsdóttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í ágúst eftir tveggja ára hlé. Það má með sanni segja að það hafi verið kærkomið fyrir ansi marga að þessi skemmtilega hlaupahátíð hafi lifnað við eftir COVID dvala. Maraþonið er ein af stærri fjáröflunum Ljóssins og mikilvægur hlekkur í rekstri endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Við erum afskaplega þakklát þeim fjölmörgu hlaupurum, peppurum og öllum hinum sem lögðu okkur lið við þennan frábæra viðburð. Ljósið safnaði mest allra góðgerðafélaga, en alls söfnuðust 12 milljónir sem fara beint í starfsemina.

Undirbúningurinn og sjálfur maraþondagurinn var virkilega skemmtilegur, en við látum myndirnar tala sínu máli.